Hlínsa

Saturday, June 30, 2007

Ef þið ætlið að kaupa í gömlu húsi eða eigið heima í gömlu húsi þá ætla ég að gefa ykkur smá ráð, eða smávegis úr reynslubankanum:
Tékkiði á wc aðstæðunum hjá nágrönnunum fyrir ofan, ekkert of sniðugt þegar það lekur yfir í ykkar baðherbergi. Það er frekar viðbjóðslegt, sérstaklega þegar það ekki er hægt að ná í neinn til að laga þetta :S
Held samt að mánudagurinn sé dagurinn sem pissið fer úr loftinu.

Tuesday, June 26, 2007

MIG LANGAR Í SUMAR VEÐUR
Mér finnst nú soldið svindl að búa í útlöndum og fá ekki betra veður en íslenskt sumar. Ég veit að ég bý í Skotlandi en samt ætti að vera aðeins skárra. Var búin að ímynda mér að ég lægi í garðinum að lesa og hafa það huggó, en nei verður víst ekkert solleiðis í ár, demit