Hlínsa

Tuesday, October 03, 2006

Fyrsti skottis skóladagurinn búinn, ómg hvað hann var erfiður. Vaknaði eldsnemma og fór í strætó sem tók 35 mín og svo 5 mín labb að minni byggingu. Þegar ég mætti þá var enginn kennari komin svo þegar hann kom svo loksins þá kom hann með þær frábæru fréttir að við værum ekki í þessum tíma á þriðjudögum heldur eftir hádegi á föstudögum til kl 17:15. Ömurlegur tími ég var ekkert smá svekkt. Fór svo að stússast í bankamálum hérna. Þetta er ekkert smá heft kerfi, það tekur s.s 3 daga að millifæra milli banka ef maðut notar heimabanka. Það er auðveldara að millifæra milli ísl og skotlands. En þegar það var búið tók við erfiðasti tími sem ég hef verið í á æfinni. Burðaþolsfræði, hlusta á öðru tungumáli, rifja upp og skilja. Full mikið af því góða í einum tíma. Gæinn var ekkert að slaka á, byrjaði bara á dæmum og læti í tímanum og mér fannst þeir byrja hratt í HÍ. En þetta verður bara skemmtilegt held ég líst rosalega vel á kennarana verð bara að vera dugleg og skipulögð.
En svo fékk ég íbúðina mína í gær, ooo hvað hún er fín. En ég þurfti að fara tvær ferðir með draslið "mitt" = fötin mín+ikea djásnið sem ég var að kaupa og svo leftóvers dótið frá jennsu. Danni og Stebbi hjálpuðu mér að fara með þetta svo við vorum enga stund eftir að ég og Stebbi vorum búin að fara þvert yfir Edinborg til að ná í lyklana að íbúiðnni minni. Það var bara bibað tvistar á en örugglega öskrað oftar. Rosalega góð æfing fyrir morgundaginn. En á morgun fer ég í "smá" róttripp með dótið hennar Jennsu. Ég ver á golfinum og jenný á station leigubíl með draslið hennar í til að fara með í skip. Þetta er svona 5 tíma akstur hvora leið, verð komin með flottann flatann rass eftir þessa ferð.
Bara skemmtilegir hlutir framundan íha