Hlínsa

Wednesday, January 24, 2007

Afhverju hef ég ekkert að segja??'
Hef reynt að blogga að undanförnu en bara get það ekki. Búin að vera í of miklu leti lífi hérna, nenni gjörsamlega ekki neinu. Held það sé út af því það er búið að vera frekar mikið rólegt að gera hjá mér. Var farin að hafa áhyggjur af því að mér ætti eftir að leiðast á þessari önn. En svo snérist þetta allt í einu við í gær, fór í tíma um morguninn hjá ÓGEÐSLEGA leiðinlegum kennara og ákvað að hætta í þeim kúrsi og skáði mig í annan sem verður örugglega meira að gera og verður einu sinni í viku. Svo í gærkvöldi fékk ég þennan æðislega email frá kennaranum sem kennir mér fagið sem er utanskóla og hann skrifaði að ég ætti að hitta hann 3 x í viku og svo dæma tíma. Á mér eftir að leiðast hehehehe.
Síðusta helgi var rosalega skemmtileg, hitti næstum alla íslendinga Edinborgar ;) Fór í tvö matarboð og fékk rosalega góðan mat í bæði skiptin, takk fyrir mig. Svo var tjúttað og tjúttað á föstudagskvöldið vú það var svakalega gaman.
Í letikastinu mínu hef ég náð að vera húkkt á soldið mörgum þáttum, held að þetta sé orðið soldið vandamál, vantar ráð um hvernig ég eigi að forgangsraða þáttunum, vantar topp 5
- greys anatomy
- so you think you can danse
- ugly betty
- oc
- despó
- oc
- prison break
- heroes
- on tree hill
- americans n.t.m