Hlínsa

Thursday, September 28, 2006

Smá yfirlit yfir síðustu tvær vikur hér í Skotlandi:

  • Búin að sjá fyndnasta dj í geymi, sköllótann, með ístru og +50 ára og með engan áhuga á að spila tónlistina sem sveittu skosku stelpurnar báðu hann um
  • Píanóleikara sem spilaði allskonar fyndin lög á píanó og skemmtarann sinn og allir tóku kreisí undir og tjúttuðu af sé afturendann
  • Versla örlítið á mig "skólaföt" er þó mikið að reyna að halda aftur að mér
  • Búin að vera hjá Jennsu í tvær vikur og hafa það roasalega gott.
  • Fæ íbúiðna mína á sunnudaginn, jeihei
  • Fór í skólann í dag á svona skráningardag.
  • Er held ég í fyndnast bekk í geimi eða það finnst mér allavega núna, er ekki alveg vön að vera bara með indverjum og afríkubúum og vera eina stelpan - held að þetta verði rosalega skemmtilegt

Búin að fá gott sjokk því ég héld að prófin mín væru í janúar en sem betur fer ekki, þau eru enn í des, fjúkk annars myndi nú ekki vera eins skemmtilegt í austurríki og að fá stelpurnar um áramótin

  • Hérumbilnæstumþvíalveg búin að redda bankamálum, telur örlítið lengri tíma að redda þeim málum, líður eins og talíbana í usa
  • Hitti nokkra íslendinga í gær, Stebba, Arndísi og Dabba Kóng og svo auðvita Danna Skef fyrir löngu
  • Búin að rúnta öfugumegin eins og ekkert sér eðlilegra hehehe, í ikea og fleyri staði þó að það hafi kannski tekið örlítiðlengri tíma en ef ég væri innfædd
  • Hlakka bara til að vera hérna, verður þetta ekki bara rosalega skemmtilegt ár, hmmm