Hlínsa

Saturday, June 16, 2007

Fór í geggjað partí í gær hjá listadeildinni í edinborgar háskóla. Þemað var future. Ég, Arndís og Danni vorum ógeðslega flott. Ég og dísa vorum í silvur skikkjum og með silvur belti of svo skreittum við okkur með e-u garni hehe. Danni fékk að fá útrás með álpabbír, ætluðum reyndar að láta hann vera vafinn í vídavarp sem var soldið myndið en honum hefði verið soldið mikið heitt, samt fyndið.
Stundum held ég að ég sé svo fyndin, ég þóttist vara drottningin af Eðalópíu í gær því ég var með álpabbírshatt en ekki hin og var með hann allt partíið.
Ég var soldið hissa þegar við komum í fyrir partíið hjá Hildi og Hildi að það var enginn í búning nema við og Hildur. Sem var óðeðslega flott, hún var thunder cat gellan sem hleypur extra hratt, hún var alveg geggjuð. Af því þetta var lista deildin þá fannst mér þetta mjög furðulegt, en auðvita breyttist þetta og allir fóru að dressa sig, með boddí málingu, sprey í hárinu, leggings blikkljós og álpabbír.
Ég pantaði mér pizzu með pepp og svepp, sem ég hef held ekki gert frá því í eldgamladaga. Ákvað að bíða aðeins með aðhaldsmeðferðina sem byrjaði í síðustu viku en varð víst að hætta við því ég fékk stóra nammi sendinu að heiman þegar Gústi kom um daginn. Er því bara búin að borða nammi undanfarna daga. Bíð bara spennt að klára þetta, eða kannski ég gefi smá af því annars kem ég heim eins og the old ameríkan. Selma bannað að koma með e-ð.
Já Selma lilla sys er að koma út til mín 27 og hlakka mikið til að sjá hana ;)