Hlínsa

Thursday, January 11, 2007

GLEÐILEGT ÁR ;)
Desember er búin að vera alveg geggjaður ;) Byrjaði reyndar ekki rosalega vel þar sem talvan mín klikkaði þegar ég var að skila ritgerðunum mínum, en sem betur fer á ég góðan vin sem reddaði þessu fyrir mig ;)
En eftir tölvu bullið skellti ég mér til elsku bestu Völu minnar til Belgíu. Sú ferð var alveg meiri háttar og ég hlakka ekkert smá til að fá hana til mín í febrúar.
Svo var smá lærdómur eftir að ég kom heim til Eden.
Jólunum eyddi ég í Austurríki með frábæru famelíunni minni. Geggjað veður allan tíman og svaka gaman ;)
Sætustu frændsystkyni í geimi :

Svo þegar ég kom til baka þá biðu Helga, Ólöf og Kristrún eftir mér í íbúðinni minni búnar að koma sér vel fyrir. Heimsóknin þeirra var alveg mergjuð. Hefðum samt viljað að Skotarnir hefðu tekið á sig smá eyja fíling og ekki hætt við Hogmany hátíðina, þannig að gamlárskvöldið var bara eitt heima í spileríi sem var ekki verra því það var tekið all svakalega á því kvöldinu áruð. Gamlársdeginum var mest öllum eytt í að elda kalkún og meðþví:

En tékkið á myndunum til að fá meiri upplýsingar.

Aldrei að vita nema að árið 2007 verði besta ár sem komið er