Hlínsa

Thursday, November 16, 2006

Kína dúllurnar í Edinborg
Það eru nokkrir Kkínverjar með mér í bekk sumir bara mjög venjulegir og fitta bara þokkalega inn í samfélagið. Tala bara þokkalega ensku og eru bara frekar vestrænir eins og hún Lulu og hann She (þetta finnst kannski engum fyndið nafn nema fólkinu í uogb sem fóru með mér til Kína). Samt er Lulu ekki alveg búin að aðlagast veðrinu hérna. T.d. um daginn þá var smá rok og rigning og ég hitti hana á bókasafninu og spurði hvernig henni gengi með verkefnið. Hún sagði að henni gengi bara vel en hún yrði að fara drífa sig heim því það væri komið svo vont veður, þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég hló mikið inn í mér, það var svona 1m/s og soldil rigning. Svona veður sem að regnhlífin kemur ekki að notum en fíkur ekki. Svo er einn soldið fyndin Kínagæi með mér í tíma sem kemur alltaf of seint og kemur alltaf inn um framdyrnar og þykist læðast en tekst það alltaf svo illa. Hann er held ég svona gaur sem er of klár. En fyndnustu Kínverjarnir eru stelpurnar tvær sem eru með mér í hóp í project management. Við áttu að vera 6 saman í hóp og við vorum búin að koma okkur 5 saman og svo komu þær. Kennarinn kom og sagði að það gætu bara verið 6 saman og þær kinkuðu og færðu sig ekker þannig að við enduðum á að vera 7, sem var ekkert slæmt. Við erum búin að hittas 2 sinnum og í bæði skiptin hafa þær ekki sagt orð, þetta er sko umræðu hópur. Soldið fyndið að vera að læra project management og eiga í vandræðum að kynnast nýju fólki og tala bara yfir höfuð. Ímyndið ykkur bara að mæta í vinnu og það er nýr yfir maður á svæðinu og það er hún cheche en hún talar ekki og á erfitt með að vinna með öðrum en henni vinkonu sinni henni lula.

2 Comments:

At 9:31 PM, Blogger Katrin said...

hahaha þær völdu sér greinilega sérgrein við hæfi :D

 
At 10:17 PM, Anonymous Anonymous said...

Hahahhaha, þær eru greinilega á réttri hillu í lífinu þessar ;)

Ásdís Jóh.

 

Post a Comment

<< Home