Hlínsa

Tuesday, October 03, 2006

Fyrsti skottis skóladagurinn búinn, ómg hvað hann var erfiður. Vaknaði eldsnemma og fór í strætó sem tók 35 mín og svo 5 mín labb að minni byggingu. Þegar ég mætti þá var enginn kennari komin svo þegar hann kom svo loksins þá kom hann með þær frábæru fréttir að við værum ekki í þessum tíma á þriðjudögum heldur eftir hádegi á föstudögum til kl 17:15. Ömurlegur tími ég var ekkert smá svekkt. Fór svo að stússast í bankamálum hérna. Þetta er ekkert smá heft kerfi, það tekur s.s 3 daga að millifæra milli banka ef maðut notar heimabanka. Það er auðveldara að millifæra milli ísl og skotlands. En þegar það var búið tók við erfiðasti tími sem ég hef verið í á æfinni. Burðaþolsfræði, hlusta á öðru tungumáli, rifja upp og skilja. Full mikið af því góða í einum tíma. Gæinn var ekkert að slaka á, byrjaði bara á dæmum og læti í tímanum og mér fannst þeir byrja hratt í HÍ. En þetta verður bara skemmtilegt held ég líst rosalega vel á kennarana verð bara að vera dugleg og skipulögð.
En svo fékk ég íbúðina mína í gær, ooo hvað hún er fín. En ég þurfti að fara tvær ferðir með draslið "mitt" = fötin mín+ikea djásnið sem ég var að kaupa og svo leftóvers dótið frá jennsu. Danni og Stebbi hjálpuðu mér að fara með þetta svo við vorum enga stund eftir að ég og Stebbi vorum búin að fara þvert yfir Edinborg til að ná í lyklana að íbúiðnni minni. Það var bara bibað tvistar á en örugglega öskrað oftar. Rosalega góð æfing fyrir morgundaginn. En á morgun fer ég í "smá" róttripp með dótið hennar Jennsu. Ég ver á golfinum og jenný á station leigubíl með draslið hennar í til að fara með í skip. Þetta er svona 5 tíma akstur hvora leið, verð komin með flottann flatann rass eftir þessa ferð.
Bara skemmtilegir hlutir framundan íha

9 Comments:

At 8:02 AM, Anonymous Anonymous said...

Uff, sagan ur burdartholstimanum minnir mig a sidasta ar... En thetta kemur, verdur fint eftir manud :) Skemmtu ther vel!

Asdis J

 
At 9:03 AM, Blogger Thorey said...

hang in there girl!

 
At 4:21 PM, Anonymous Anonymous said...

Gaman að heyra að allt gengur vel hjá þér skvís :o)
Hafðu það sem allra best!
Kær kveðja
Thelma

 
At 8:02 PM, Anonymous Anonymous said...

Vá kannast við að það sé erfitt að byrja en þetta er fljótt að koma;)Skemmtu þér vel í roadtripinu!

 
At 10:36 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæhæ Hlín:) Heiti Ásta Sigrún og er vinkona Sigurjónu systur hennar Völu- semsagt braust totally inná síðuna þína frá heimasíðunni hennar Völu í svona smá njónsaleiðangri.
Anyway- ég er semsagt í Edinborg- er reyndar bara á fyrsta ári í QMUC sem er uppí Corstorphine (rétt hjá flugvelli og dýragarði).
Það væri auðvitað gaman að heyra og sjá íslendinga hérna en emailið mitt er astasigrun@gmail.com. Daniel Scheving emailaði á pabba og ég var að svara honum!Vonandi hefur allt gengið vel hjá þér í að koma þér fyrir og svona! Ég elska þessa borg amk:)
Bestu kveðjur
Ásta Sigrún

 
At 3:37 PM, Anonymous Anonymous said...

Sælar... how's it going???? Er ekki komin tími á blogg.... hvað var gert síðustu helgi, hvernig er skólinn, álitlegir gaurar í Edinborg og svo framvegis.....

 
At 11:35 AM, Anonymous Anonymous said...

vardandi sidustu faerslu, tar sem tu varst ad fela siduna tina fyrir mer jeeee. tar segir: bara med indverjum og afrikubuum i bekk. SKO... nu kem eg ekki fra indlandi, hef sjaldan thott neitt serstaklega dokkur a horund!!!!! hvad er eg eiginlega fyrir ter ????? helt vid vaerum vinir :/ uuuhuuuuuuu

 
At 3:01 PM, Anonymous Anonymous said...

goyard outlet
bape clothing
jordan travis scott
paul george
jordan outlet
fear of god clothing
bape sta
supreme
golden goose outlet
bape

 
At 3:05 PM, Anonymous Anonymous said...

supreme hoodie
off white jordan
supreme new york
jordan 1
curry shoes
kyrie 5 spongebob
bapesta
jordans shoes
goyard
air jordan

 

Post a Comment

<< Home